Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 20. desember 2012 23:27
Elvar Geir Magnússon
Meireles í ellefu leikja bann fyrir að hrækja á dómara
Raul Meirelse, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur verið dæmdur í ellefu leikja keppnisbann af tyrkneska knattspyrnusambandinu.

Meireles hrækti á dómara eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leik með Fenerbahce gegn Galatasaray.

Meireles neitaði sök en Galatasaray vann leikinn 2-1.

Þessi portúgalski miðjumaður gekk í raðir tyrkneska liðsins í sumar, hefur leikið tíu leiki í deildinni og skorað eitt mark.

Galatasaray er í efsta sæti í Tyrklandi með fimm stiga forystu á Fenerbahce.
Athugasemdir
banner
banner