Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. desember 2014 11:20
Arnar Geir Halldórsson
Arsenal og Liverpool berjast um Shaarawy
Þessi gæti verið á leið í enska boltann
Þessi gæti verið á leið í enska boltann
Mynd: Getty Images
Schneiderlin er eftirsóttur
Schneiderlin er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Slúðrið úr enska boltanum er að sjálfsögðu á sínum stað. Hér má sjá allt það helsta en BBC tók saman.




Louis van Gaal, stjóri Man Utd, segir að Falcao verði ekki keyptur til félagsins nema hann sanni sig og sýni að hann sé búinn að jafna sig af meiðslum. (Daily Star)

Arsenal og Liverpool þurfa að leggja fram risatilboð til að klófesta Stephan El Shaarawy, sóknarmann AC Milan. (Daily Express)

QPR vill fá Andros Townsend á láni frá Tottenham. (London Evening Standard)

Lucas Leiva, miðjumaður Liverpool, á í viðræðum við Inter Milan og mun fara á láni til liðsins í janúar. (Talksport)

Tottenham óttast að Morgan Schneiderlin gangi frekar til liðs við Arsenal en Tottenham. (Daily Telegraph)

Paul Lambert hefur útilokað að Ron Vlaar og Fabian Delph yfirgefi Villa Park í janúar en þessir leikmenn hafa verið orðaðir við lið á borð við Man Utd og Liverpool. (Daily Mirror)

Matija Nastasic mun að öllum líkindum yfirgefa Man City í janúar og er hann orðaður við AC Milan og Schalke. (Daily Express)

Aston Villa, Sunderland og Crystal Palace munu berjast um að fá Yaya Sanogo, sóknarmann Arsenal, að láni í janúarglugganum. (Talksport)

Tottenham mun reyna að krækja í Eljero Elia, hollenskan kantmann Werder Bremen, í janúar. (Daily Mirror)

Peter Crouch mun ekki yfirgefa Stoke í janúar en hann hefur verið orðaður við brottför til QPR. (Stoke Sentinel)
Athugasemdir
banner
banner