lau 20. desember 2014 11:30
Elvar Geir Magnússon
Hlustaðu í beinni - 12:00 Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Ari Freyr í landsleik gegn Lettum.
Ari Freyr í landsleik gegn Lettum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason verður gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 í dag milli 12 og 14.

Ari hefur fest sig vel í sessi í íslenska landsliðinu auk þess sem hann er fyrirliði danska úrvalsdeildarliðsins OB.

Í fyrri hluta þáttarins verður enska hringborðið á dagskránni en Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa, er gestur. Hann er mikill stuðningsmaður West Ham.

Verið með okkur í síðasta þættinum fyrir jól!

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner