Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. desember 2014 11:00
Elvar Geir Magnússon
4 dagar til jóla - Heimsliðið: Í holunni er...
Lionel Messi
Messi er að sjálfsögðu mættur í liðið!
Messi er að sjálfsögðu mættur í liðið!
Mynd: Fótbolti.net
Einn sá besti í sögunni.
Einn sá besti í sögunni.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Baldur Sigurðsson hefur verið lykilmaðurinn í sigursælu liði KR undanfarin ár en samdi í haust við SönderjyskE. Hann sér um að velja mann í „holuna" frægu.

„Í ljósi þess að það er búið að velja Toni Kroos og De Rossi sé ég mig knúinn að hafa Messi þarna á miðjunni fyrir framan þá. Held að það sé ekki til betri leikmaður að fá boltann í holunni," segir Baldur.

„Það er einfaldlega óhugnalegt og eiginlega bara fáranlegt hvað maðurinn skorar mikið af mörkum. Allir ættu að njóta þess að horfa á hann spila og reyna að sjá sem flesta leiki með honum á meðan hans nýtur við sem leikmanns. Gæti orðið langt þangað til við sjáum svona leikmann á sjónarsviðinu aftur. "Besti leikmaður sögunnar!" Verður líklega fyrirsögnin þegar hann leggur skóna á hilluna."



Sóknarmiðjumaður: Lionel Messi, Barcelona
27 ára - Valinn besti leikmaður HM í sumar.

Fimm staðreyndir um Messi:
- Schnitzel og kjúklingur er uppáhalds matur Messi.

- Messi átti möguleika á að spila fyrir spænska landsliðið en hafnaði því þegar honum var boðið að koma í U20 landslið Spánar.

- Hann fékk rautt spjald 44 sekúndum eftir að hann kom inn sem varamaður í sínum fyrsta A-landsleik fyrir Argentínu.

- Messi heitir fullu nafni Luis Lionel Andres Messi.

- Hann og Bojan Krkic eru fjarskyldir frændur.

Töframaður með boltann:


Sjá einnig:
Miðjumaður: Toni Kroos
Miðjumaður: Daniele De Rossi
Vinstri bakvörður: David Alaba
Miðvörður: Vincent Kompany
Miðvörður: John Terry
Hægri bakvörður: Philipp Lahm
Markvörður: Manuel Neuer
Þjálfari: Joachim Löw
Athugasemdir
banner
banner