Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. desember 2014 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Carrick stefnir á titilinn
Mynd: Getty Images
Michael Carrick, leikmaður Manchester United á Englandi, segir að félagið stefni á að vinna Englandsmeistaratitilinn í ár.

Manchester United tók tuttuguasta titilinn undir stjórn Sir Alex Ferguson árið 2013 en er hann lét af störfum fór allt niður á við.

David Moyes tók við liðinu og var látinn fara áður en tímabilinu lauk í fyrra. Louis van Gaal tók við í sumar og hefur þá frammistaða liðsins verið mögnuð upp á síðkastið.

,,Ég ætla ekki að segja við munum vinna deildina en akkurat núna þá er markmiðið okkar að gera það," sagði Carrickþ

,,Við munum ekki sætta okkur við þriðja eða fjórða sætið. Við viljum vera yfir jólin og í janúar í toppbaráttunni og svo skoðum við stöðuna," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner