lau 20. desember 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool reynir að landa ítölsku undrabarni
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er tilbúið að eyða háum fjárhæðum til þess að fá 15 ára undrabarn frá Ítalíu en félagið er tilbúið að borga honum 135 þúsund pund á ári til þess að fá hann.

Gianluca Scamacca, sem er 15 ára gamall, leikur með AS Roma á Ítalíu en hann er talinn einn efnilegasti leikmaður heims um þessar mundir.

Hann og Martin Ödegaard, leikmaður Stromsgodset, eru taldir efnilegustu leikmenn heims en svo virðist sem að Liverpool sé að missa af Ödegaard.

Scamacca hefur verið líkt við sænska framherjann, Zlatan Ibrahimovic, sem er á mála hjá PSG í Frakklandi en Liverpool er tilbúið að bjóða honum háar fjárhæðir til þess að koma til Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner