Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. desember 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Rodgers óánægður með gagnrýnina á Sterling
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool á Englandi, er ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling leikmaður liðsins hefur fengið að undanförnu.

Sterling, sem er 20 ára gamall, byrjaði tímabilið vel og gerði þrjú mörk í fyrstu fimm leikjum tímabilsisn en skoraði svo ekki í 20 leikjum í röð.

Sterling hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöu sína en hann mætti þó í bikarleikinn gegn Bournemouth á dögunum og gerði tvö mörk og bauð upp á magnaða frammistöðu.

,,Hann er með magnaða hæfileika og það er frábært fyrir okkur. Gagnrýnin sem hann hefur fengið er ótrúleg, fólk reynir að gagnrýna hann og beina athyglinni að honum," sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner