Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. desember 2014 13:40
Arnar Geir Halldórsson
Wenger hrósar stuðningsmönnum Liverpool
Franski hugsuðurinn
Franski hugsuðurinn
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, undirbýr nú lið sitt fyrir heimsókn á Anfield en Arsenal og Liverpool mætast í stórleik helgarinnar á morgun.

Wenger og hans menn eiga ekki góðar minningar frá Anfield frá síðustu leiktíð en Liverpool lék sér að Arsenal og endaði leikurinn með 5-1 sigri heimamanna. Það hefur þó lítið gengið upp hjá Liverpool að undanförnu en Wenger reiknar með erfiðum leik.

,,Ég reikna með að mæta góðu liði. Það hefur verið mikið álag á þeim í vetur, líkt og hjá okkur. Leikjáalagið er gífurlegt þegar þú ert í Meistaradeildinni."

,,Ég ber mikla virðingu fyrir stuðningsmönnum Liverpool, því þeir standa á bakvið sitt lið. Andrúmsloftið er einstakt. Ég man eftir því einusinni þegar við unnum stórsigur á Anfield þá sungu þeir hástöfum You´ll Never Walk Alone. Þetta gerist ekki á mörgum völlum í heiminum."
sagði Wenger sem hrósaði einnig Raheem Sterling.

,,Ég met hann mikils. Allir tala um hvað Suarez gerði í fyrra, en ekki gleyma Sturridge og Sterling, þeir höfðu mikil áhrif. Sterling er einn af bestu leikmönnum landsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner