Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. desember 2016 06:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Gildi grunnfærni einstaklingsins í leik framtíðarinnar
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Aðsend
Mynd: Coerver Coaching
Mynd: Coerver Coaching
Mynd: Coerver Coaching
Í gegnum söguna hafa margir bestu knattspyrnumenn heims verið frábærir bæði með bolta(knattstjórnun) og í 1v1 hreyfingum.

1v1 hreyfingar hafa oft verið taldar vera eitthvað sem “bestu leikmennirnir” finna hjá sjálfum sér og eitthvað sem þeir jafnvel fá í gjöf frá “almættinu” en aðrir ekki.

Við í Coerver Coaching erum ekki sammála þeirri skoðun enda kennum við þessa þætti skipulega í okkar æfinga og kennsluáætlun.

Á meðan knattstjórnun eða Ball Mastery og 1v1 hreyfingar eru bara tveir af mörgum þáttum í kennsluáætlun Coerver® Coaching, þá eru þeir okkur mikilvægir af nokkrum ástæðum.

Leikmenn með algjöra stjórn á bolta(knattstjórnun) og góða færni í 1v1 hreyfingum eru oft þeir leikmenn sem geta skipt sköpum í leikjum, þ.e. búa til marktækifæri þrátt fyrir að móherjinn sé í “yfirtölu” eða hafa hæfileika til að halda bolta í liði á litlum svæðum þegar möguleikarnir eru ekki miklir til að sækja fram á við.

Knattstjórnun og 1v1 æfingar eru einnig frábær leið til að bæta hraða og þol. Leikmenn með góða færni í Knattstjórnun & 1v1 hreyfingum þróa oftast með sér gríðarlegt SJÁLFSTRAUST og trú á sjálfan sig og sína hæfileika. Slíkt sjálfstraust getur verið lykilatriði fyrir leikmenn að ná eins langt og mögulegt er.

Eftir margra ára reynslu í barna og unglingaþjálfun teljum við besta aldurinn til að kenna þessa færni sé 7-15 ára.

Þegar leikmenn hafa náð þessari færni, þá eiga margir auðvelt með að nota færnina á eðlislegan og skapandi hátt á hraða, með báðum fótum undir fullri pressu við leikrænar aðstæður.

Áður en ég held lengra þá langar mig að deila með ykkur grunngildum Coerver Coaching:
1. Gera leikinn skemmtilegan í æfingum og í leik.
Blanda af jákvæðu umhverfi og krefjandi æfingum. Búa til löngun og vilja til að vilja læra meira og gera betur.
2. Kenna góðan íþróttaanda og virðingu fyrir öllu.
Þjálfun sem þróar hegðun leikmanna á jakvæðan hátt bæði innan sem utan vallar.
3. Virða sigur en ekki meira en færni, dugnað og hæfileikamótun leikmanna.
Sérstaklega á aldrinum 6-12 ára þarf að leggja áherslu á langtíma hæfileikamótun en ekki árangur til skamms tíma.

Hér eru þau 5 lykilatriði sem öll okkar æfingaáætlun byggist á.
1. FÆRNI er grunnurinn að því sem allir aðrir þættir leiksins byggjast á.
2. Hinn gullni aldur til að þjálfa færni er 7-11 og 12-15 ára (Okkar reynsla)
3. Velgengni krefst mikillar vinnu og skipulagðra æfinga með aukið erfiðleikastig (Æfingaáætlunin)
4. Árangur liðs byggist á einstaklingsfærni og á færni í smáum hópum.
5. Nota stjörnuleikmenn dagsins í dag sem hvetjandi hluta af æfingunum/kennslunni(Okkar saga)


Það sem við kennum(kennsluáætlunin):
Knattstjórnun
1 bolti á hvern leikmann. Mikil endurtekning á knattstjórnunaræfingum hvar allir hlutar beggja fóta eru notaðir á jafnan hátt.

Móttaka og sending
Æfingar og leikir sem bæta fyrstu snertingu á bolta og hvetja til nákvæmra og skapandi sendinga.

1v1 hreyfingar
Æfingar og leikir sem kenna einstaklingshreyfinar sem geta unnið leiki. Hreyfingar sem búa til svæði gegn sterkri vörn.

Hraði
Æfingar og leikir sem bæta viðbragð, ákvörðunartöku og hraða með og án bolta.

Klárun
Æfingar og leikir sem bæta tækni og hvetja iðkendur til að taka af skarið fyrir fram markið.

Samspil
Æfingar og leikir sem bæta færni iðkenda í samspili í smáum hópum með áherslu á hraðar sóknir.

Tilgangur allra Coerver® 1v1 hreyfinga er að búa til svæði til að hlaupa með bolta, senda eða skjóta á mark.

Hefðbundin nálgun í yngri flokkum hefur oftar en ekki verið áhersla á “LIÐIД . Því erum við algjörlega ósammála og er okkar áhersla því á “EINSTAKLINGINN” á þessum stigum sem um ræðir hér í þessari grein.

Hér á eftir koma þau atriði sem við teljum að eigi að vera grunnfærni einstaklingsins:
1. Fyrsta snerting á bolta
2. 1v1 hreyfingar
3. Hlaupa með bolta(rekja bolta á ferð)
4. Skjóta bolta(geta framkvæmt skot og fastar spyrnur)

Þegar unnið er með grunnfærni einstaklingsins er gríðarlega mikilvægt að báðir fætur séu þjálfaðir á jafnan hátt. Við köllum þetta “tæknilegt jafnvægi”. Margir leikmenn því miður vinna ekki með þetta eða eru ekki þjálfaðir á þennan hátt og því má segja að of margir upplifi “tæknilegt ójafnvægi” og séu alltof háðir einum fæti sem kemur niður á hæfileikamótun viðkomandi.

Eins og leikurinn er að þróast og mun gera áfram munu leikmenn þurfa að hafa yfir að ráða mikilli einstaklingsfærni(hraði, undir pressu) og geta notað báða fætur. Frábær ákvarðanataka og líkamlegt þol/styrkur eru einnig lykilatriði í framtíðar árangri.

Ég hvet alla unga leikmenn sem eru duglegir að æfa sig sjálfir að leggja mikla áherslu á “GRUNNFÆRNINA” Sömuleiðis hvet ég alla þjálfara til að vinna mikið á þennan hátt og huga að tæknilegu jafnvægi sinna iðkenda.
Það er mikilvægt að leikmenn hafi tíma og aðstæður til að æfa sig sjálfir( að ekki sé allt skipulagt í þaula fyrir unga fólkið ) :)

Hér eru reyndar tillögur að GRUNNFÆRNI æfingum sem leikmönnum nær og fjær er velkomið að nýta sér

Knattspyrnu og hátíðarkveðjur,
Heiðar Birnir Torleifsson
Coerver Coaching
http://coerver.is
www.facebook.com/coervericeland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner