Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson gekk í dag til liðs við Val.
Birkir gæti farið frá Val á láni í janúar og fram á vor ef að tilboð kemur upp sem er spennandi fyrir hann og félagið. Börkur Edvardsson, formaður meistaraflokksráðs Vals, greindi frá þessu þegar Birkir var kynntur á fréttamannafundi í dag.
Birkir gæti farið frá Val á láni í janúar og fram á vor ef að tilboð kemur upp sem er spennandi fyrir hann og félagið. Börkur Edvardsson, formaður meistaraflokksráðs Vals, greindi frá þessu þegar Birkir var kynntur á fréttamannafundi í dag.
Börkur ítrekaði þó að Birkir verði með Val frá fyrsta leik í Pepsi-deildinni í vor.
Birkir gæti farið á lán í nokkra mánuði til að vera í sem bestu standi fyrir HM í Rússlandi í sumar.
Birkir mun missa af einhverjum leikjum í deildinni næsta sumar þar sem hann fer á HM og mun einnig taka þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir stórmótið í Rússlandi.
Hinn 33 ára gamli Birkir er uppalinn Valsari en hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.
Athugasemdir