Valsmenn hafa verið duglegir að sækja leikmenn síðan Íslandsmótinu lauk í lok september.
Hlíðarendapiltar stóðu uppi sem Íslandsmeistarar en þrátt fyrir það hefur liðið félagið haldið nokkra blaðamannafundi þar sem nýjir leikmenn hafa verið kynntir til leiks.
Í dag var einn svona blaðamannafundur haldinn. Þar var staðfest að landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson væri genginn í raðir Hlíðarendafélagsins.
Birkir Már steig sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá Val og er nú kominn aftur heim eftir nokkur ár í atvinnumennsku.
Hlíðarendapiltar stóðu uppi sem Íslandsmeistarar en þrátt fyrir það hefur liðið félagið haldið nokkra blaðamannafundi þar sem nýjir leikmenn hafa verið kynntir til leiks.
Í dag var einn svona blaðamannafundur haldinn. Þar var staðfest að landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson væri genginn í raðir Hlíðarendafélagsins.
Birkir Már steig sín fyrstu skref í meistaraflokki hjá Val og er nú kominn aftur heim eftir nokkur ár í atvinnumennsku.
Allar líkur eru á því að Birkir fari á HM í Rússlandi með Íslandi þar sem hann verður fyrsti kostur í hægri bakvarðarstöðunni. Hann hefur átt þá stöðu í landsliðinu undanfarin ár.
Birkir gæti farið á láni fyrir HM til að halda sér í leikæfingu þar sem Íslandsmótið byrjar ekki fyrr en maí. En ef hann fer ekki út þá mun hann fá undirbúning í Egilshöllinni í Lengjubikarnum þar sem fyrsti leikur er gegn Njarðvík á sunnudegi um miðjan febrúar.
Ísland er í riðli á HM með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. Fyrsti leikur er í Moskvu, 16. júní gegn Lionel Messi og félögum í Argentínu.
Sjá einnig:
Birkir gæti farið á lán fram á vor - Verður með Val í fyrsta leik
Alvöru undirbúningur fyrir að mæta Messi og félögum á HM að mæta Njarðvík í Lengjubikarmum í Egilshöll á sunnudegi í febrúar. pic.twitter.com/FADCcLJhsc
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 20, 2017
Athugasemdir