lau 21. janúar 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Celtic sendir bráðefnilegan Norðmann í burtu á láni
Kristoffer Ajer.
Kristoffer Ajer.
Mynd: Celtic
Celtic, sem situr á toppnum í skosku úrvalsdeildinni, hefur tekið þá ákvörðun að lána hinn bráðefnilega Kristoffer Ajer til Kilmarnock út þetta leiktímabil.

Hinn 18 ára gamli Ajer var fyrirliði hjá IK Start í Noregi, heimalandi sínu, áður en hann var keyptur til Celtic fyrir tæpu ári síðan. Hann kom svo til liðsins í sumar.

Hann hefur ekki fengið marga sénsa hjá Brendan Rodgers, þjálfara Celtic, á tímabilinu, en hann hefur aðeins komið við sögu einu sinni síðan Rodgers tók við liðinu.

Ajer er nú kominn á láni til Kilmarnock, en hann fór á sínu fyrstu æfingu hjá sínu nýja liði í gær.

Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með IK Start þegar hann var 16 ára gamall og lék hann 50 leiki til viðbótar fyrir norska liðið áður en hann fór til Celtic.

Hann á þrjú- og hálft ár eftir af samningi sínum hjá Celtic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner