Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 21. janúar 2017 12:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Blikar höfðu betur gegn Keflavík
Arnþór Ari kom Blikum á bragðið.
Arnþór Ari kom Blikum á bragðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 1 - 4 Breiðablik
0-1 Arnþór Ari Atlason ('8 )
1-1 Ari Steinn Guðmundsson ('13 )
1-2 Sjálfsmark mótherja ('22 )
1-3 Sólon Breki Leifsson ('39 )
1-4 Atli Sigurjónsson ('74 )

Breiðablik lagði Keflavík að velli, 4-1, í Fótbolta.net mótinu í Reykjaneshöllinni í dag. Leikurinn var sýndur í beinni á SportTv og voru það Tómas Meyer og Tryggvi Guðmundsson sem sáu um að lýsa.

Breiðablik komst yfir áttundu mínútu leiksins þegar Arnþór Ari Atlason skoraði. Þessi forysta Blika entist ekki lengi þar sem Keflavík jafnaði aðeins fimm mínútum síðar þegar Ari Steinn Guðmundsson skoraði.

Blikarnir komust aftur yfir á 22. mínútu þegar Keflvíkingur kom boltanum í eigið net. Sólon Breki Leifsson skoraði svo aftur fyrir Breiðablik stuttu fyrir hlé og staðan í hálfleik var því 3-1 fyrir þá grænu úr Kópavoginum; mark á besta tíma.

Keflavík gafst ekki upp og þeir reyndu hvað þeir gátu, en það tókst ekki hjá þeim að skora. Í staðinn refsuðu Blikarnir með marki frá Atla Sigurjónssyni; lokatölur 4-1 fyrir Blika.

Þetta var leikur í Riðli 2, en Breiðablik er núna komið með þrjú stig á meðan Keflavík situr á botni riðilsins, án stiga.

Keflavík: Sindri Kristinn Ólafsson, Anton Freyr Hauksson, Jónas Guðni Sævarsson (f), Ari Steinn Guðmundsson, Hörður Sveinsson, Marc McAusland, Marko Nikolic, Leonard Sigurðsson, Ísak Óli Ólafsson, Frans Elvarsson, Tómas Óskarsson.

Breiðablik: Hlynur Örn Hlöðversson, Oliver Sigurjónsson, Damir Muminovic (f), Aron Kári Aðalsteinsson, Arnþór Ari Atlason, Martin Lund Pedersen, Gísli Eyjólfsson, Sólon Breki Leifsson, Davíð Kristján Ólafsson, Willum Þór Willumsson, Guðmundur Friðriksson.
Athugasemdir
banner
banner
banner