Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. janúar 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Keflavík og Breiðablik mætast í beinni
Keflvíkingar mæta Blikum í beinni útsendingu.
Keflvíkingar mæta Blikum í beinni útsendingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mætir Fjölni í Reykjavíkurmótinu.
Valur mætir Fjölni í Reykjavíkurmótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Það er nóg að gerast í íslenska boltanum í dag, en hið langa undirbúningstímabil á Íslandi er komið á fulla ferð!

Í dag heldur Fótbolta.net mótið áfram að rúlla og er leikið bæði í A-deild og B-deild. Skagamenn taka á móti Grindavík og beint eftir þann leik hefst leikur FH og ÍBV, en báðir þessir leikir eru spilaðir í Akraneshöllinni.

Keflavík, sem leikur í Inkasso-deildinni, tekur svo á móti Breiðablik suður með sjó, en sá leikur er sýndur í beinni útsendingu á SportTV.

Í B-deild mótsins mætast Selfyssingar og KV á JÁVERK-vellinum á Selfossi í hádeginu. Bæði þessi lið eru að fara að leika sinn fyrsta leik í mótinu.

Það er einnig leikið í Reykjavíkurmóti karla og Kjarnafæðismótinu í dag, en hér að neðan er hægt að sjá alla þá leiki sem eru á boðstólnum í dag.

Laugardagurinn 21. janúar

Fótbolti.net mótið A-deild 1. riðill
11:00 ÍA - Grindavík (Akraneshöllin)

Fótbolti.net mótið A-deild 2. riðill
10:15 Keflavík - Breiðablik (Reykjaneshöllin - SportTv)
13:00 FH - ÍBV (Akraneshöllin)

Fótbolti.net mótið B-deild 1. riðill
12:00 Selfoss - KV (JÁVERK-völlurinn)

Reykjavíkurmót karla B-riðill
15:15 Fjölnir - Valur (Egilshöll)
17:15 Leiknir R. - Þróttur R. (Egilshöll)

Kjarnafæðismótið A-riðill
15:00 Leiknir F. - KA 3 (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner