Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. janúar 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Ranieri telur að Ulloa verði áfram hjá Leicester
Leonardo Ulloa.
Leonardo Ulloa.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, stjóri Englandsmeistara Leicester City, er vongóður um að Leonardo Ulloa verði áfram hjá félaginu, þrátt fyrir að hann hafi farið fram á sölu.

Hinn þrítugi Ulloa hefur verið orðaður við Deportivo Alaves á Spáni, en samkvæmt Sky Sports vill hann reyna fyrir sér annars staðar.

Ranieri vill þó halda breidd í sóknarleiknum og þar er Ulloa lykilmaður. Hann hefur ekki fengið mörk tækifæri á þessu tímabili, en þrátt fyrir það vill Ranieri halda honum á þessum tímapunkti.

„Ég hef sagt honum mína skoðun. Núna er verið að tala saman, en ég held að á endanum muni hann velja að vera hér áfram. Ég vil halda honum," sagði Ranieri.

„Ég skil pirring hans, en ég er ekki með marga sóknarmenn. Það er einungis (Islam) Slimani sem getur haldið boltanum uppi og ég þarf tvo sóknarmenn sem eru svipaðir."
Athugasemdir
banner
banner