sun 21. janúar 2018 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Allt í járnum í eina leik dagsins
Kane skoraði en það var ekki nóg.
Kane skoraði en það var ekki nóg.
Mynd: Getty Images
Southampton 1 - 1 Tottenham
1-0 Davinson Sanchez ('15 , sjálfsmark)
1-1 Harry Kane ('18 )

Southampton og Tottenham mættust í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en honum var að ljúka núna rétt í þessu.

Southampton komst óvænt yfir eftir stundarfjórðung. Southampton byrjaði vel og þeir komust yfir þegar fyrirgjöf Ryan Bertrand fór af varnarmanni Tottenham, Davinson Sanchez, og inn.

Adam var ekki lengi í paradís því Tottenham jafnaði aðeins þremur mínútum síðar. Það kemur engum á óvart hver skoraði, Harry Kane en þetta var hans 99. úrvalsdeildarmark á Englandi.

Eftir þetta létu ekki fleiri mörk sjá sig og lokatölurnar í Southampton, Southampton eitt, Tottenham eitt.

Tottenham er í fimmta sæti og Southampton er áfram í því 18..



Athugasemdir
banner
banner
banner