Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. janúar 2018 16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gazidis og Mislintat í Dortmund - Ætla heim með Aubameyang
Aubameyang virðist vera að yfirgefa Dortmund.
Aubameyang virðist vera að yfirgefa Dortmund.
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan er á leið til Arsenal, það er næstum því frágengið en Lundúnaliðið er ekki hætt þar. Arsenal hefur áhuga á að kaupa Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmann Borussia Dortmund.

Samkvæmt blaðamanninum Fabrizio Romano hefur Aubameyang náð samkomulagi við Arsenal. Hann mun skrifa undir samning til 2021 við Lundúnafélagið og mun samningurinn færa Gabonmanninum 10 milljónir evra í árslaun.

Nú á Arsenal einungis eftir að ná samkomulagi við Dortmund og viðræður á milli félaga eru hafnar. Dortmund vill fá 60 milljónir evra fyrir hinn 28 ára gamla Aubameyang.



Sport Bild í Þýskalandi sagði frá því í dag að Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, og yfirnjósnarinn Sven Mislintat væru báðir í Dortmund að reyna að krækja í Aubameyang.

Birti Bild myndir af þeim félögum sem má sjá hér að neðan.

Arsenal fékk Mislintat frá Dortmund til að hjálpa til við leikmannakaup félagsins. Mislintat virðist vera að fá tvo fyrrum leikmenn Dortmund til félagsins, tvo leikmenn sem hann fékk til Dortmund á sínum tíma; Aubameyang og Mkhitaryan.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner