Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. janúar 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hefði viljað sjá Arsenal setja allt púður í að fá Martial
Martial er að eiga fantagott tímabil.
Martial er að eiga fantagott tímabil.
Mynd: Getty Images
Mkhitaryan er á leið til Arsenal. Mun hann höndla pressuna?
Mkhitaryan er á leið til Arsenal. Mun hann höndla pressuna?
Mynd: Getty Images
Charlie Nicholas, fyrrum leikmaður Arsenal, hefði viljað sjá sitt fyrrum félag leggja allt púður í að fá Anthony Martial frá Manchester United í staðinn fyrir að skipta á Alexis Sanchez og Henrikh Mkhitaryan.

Búist er við því að Manchester United og Arsenal tilkynni skipti Sanchez og Mkhitaryan á morgun en það gæti líka gerst í dag.

Mkhitaryan var frábær hjá Borussia Dortmund áður en hann fór til Manchester United, en hjá United hefur hann ekki alveg staðist væntingar sem gerðar voru til hans.

Í pistli sem hann ritar hjá Sky Sports veltir Nicholas því fyrir sér hvort Mkhitaryan geti bætt sig í Norður-Lundúnum en hann hefur áhyggjur af Armenanum. Að mati Nicholas hefði Arsene Wenger frekar átt að rífa fram veskið og sækja leikmann að nafni Anthony Martial frá Manchester United.

„Ég kann að meta það að hann (Mkhitaryan) er skilvirkur og góður liðsmaður. Myndi ég taka þessum skiptum? Já. En ef ég ætti að vera hreinskilinn þá myndi ég frekar borga 50 milljónir punda aukalega og fá Anthony Martial," segir Nicholas.

„Arsenal gæti sagt við Martial: ‘Þú getur orðið næsti Thierry Henry‘. Arsenal fékk 30 milljónir punda fyrir söluna á Oxlade-Chamberlain, 20 milljónir punda fyrir Walcott, svo setið allt púður í þetta; gleymið Malcom og öllum hinum sem gætu orðið góðir framtíðarleikmenn og gerið allt til að fá Martial."

„Síðasta sumar vildi Arsenal fá Raheem Sterling en Martial er mikið betri leikmaður og gæti orðið einn sá besti í heimi."

„Ég vona að Wenger sé að tala við umboðsmann Martial, þar sem hann mun líklega spila minna vegna komu Sanchez."

Martial er líklega að eiga sitt besta tímabil fyrir Manchester United eftir að hafa átt erfitt uppdráttar á síðasta tímabili. Hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Burnley í gær.

Nicholas hefur áhyggjur af því að Mkhitaryan muni ekki höndla pressuna hjá Arsenal.

„Ef þú höndlar ekki stöðuna hjá Manchester United þá verð ég að setja spurningamerki við þig. Hann minnir mig á Alexander Hleb, eða jafnvel Andrei Arshavin. Þeir hafa hæfileika og eru ofurstjörnur í heimalandinu en geta ekki höndlað pressuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner