banner
   sun 21. janúar 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pires: Sanchez er ekki málaliði
Pires ræðir hér við Arsene Wenger.
Pires ræðir hér við Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, er ekki sammála fyrrum liðsfélaga sínum, Martin Keown, sem sagði að Alexis Sanchez væri mesti málaliðinn í fótboltanum.

Sanchez er í að ganga í raðir Manchester United og mun Henrikh Mkhitaryan fara í hina áttina.

„Nei, hann er ekki málaliði. Martin er vinur minn, en ég held að það sé ekki hægt að segja það," sagði Pires við La Tercera í Síle.

Pires segir að það sé aðeins sé hægt að kenna Arsenal um að Sanchez sé á förum.

„Svona er fótboltinn. Ef City vill hann ekki lengur, þá er það þeirra vandamál. Og ef United vill fá hann og er tilbúið að borga mikið, þá er það gott mál," sagði Pires.

„Ég held samt að Alexis hafi viljað vera áfram hjá Arsenal. Ég hef ekki talað við hann, en það sem ég sé og heyri, er það að hann var mjög góður fyrir Arsenal. Það sem Alexis vildi var að Arsenal myndi eyða peningum í aðra leikmenn."

„Arsenal er að tapa frábærum fótboltamanni og fyrst og fremst eru þeir að missa sigurvegara."
Athugasemdir
banner
banner
banner