Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 21. janúar 2018 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Jafnt í toppbaráttunni
Birnir Snær Ingason skoraði fyrir Fjölni.
Birnir Snær Ingason skoraði fyrir Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 2 - 2 Fylkir
1-0 Birnir Snær Ingason ('16)
2-0 Arnór Breki Ásþórsson ('38)
2-1 Albert Brynjar Ingason ('56)
2-2 Hákon Ingi Jónsson ('73)

Fjölnir gerði 2-2 jafntefli við Fylki í Reykjavíkurmótinu í kvöld. Liðin mættust í toppbaráttu A-riðilsins og leikið var í Egilshöllinni.

Birnir Snær Ingason og Arnór Breki Ásþórsson tryggðu Fjölni tveggja marka forystu í hálfleik.

Fylkismenn náðu þó að jafna í síðari hálfleik og eru þeir á toppi riðilsins, með átta stig eftir fjórar umferðir. Albert Brynjar Ingason og Hákon Ingi Jónsson skoruðu fyrir Árbæinga.

Fjölnir er með sjö stig og á leik til góða. Liðið mætir Fram næsta laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner