sun 21. janúar 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sturridge má yfirgefa Liverpool
Mynd: Getty Images
Liverpool mun leyfa Daniel Sturridge að fara í janúar glugganum, þetta herma heimildir Sky Sports.

Hinn 28 ára gamli Sturridge hefur verið sterklega orðaður við Inter Milan, og þá hefur spænska félagið Sevilla einnig haft samband við Liverpool í von um að fá Sturridge á láni.

Sturridge hefur átt erfitt með að fá spiltíma undir stjórn Jurgen Klopp, sem vill frekar nota Roberto Firmino sem sinn fremsta mann.

Samkvæmt heimildum Sky hefur Inter mikinn áhuga á því að fá Sturridge, sem hefur skorað 63 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool frá því hann kom frá Chelsea fyrir fimm árum síðan.

Inter vill fá hann á láni út tímabilið með þann möguleika að kaupa hann eftir það. Inter þarf að borga 35 milljónir punda til að kaupa Sturridge, en Mílanó-liðið er víst ekki tilbúið að borga það.

Það er undir Sturrige komið, sem á 18 mánuði eftir af samingi sínum, hvort hann vilji fara eða vera áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner