Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. janúar 2018 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Lewandowski og Muller sáu um Werder
Leikmenn Bayern fagna einu af fjórum mörkum sínum í dag.
Leikmenn Bayern fagna einu af fjórum mörkum sínum í dag.
Mynd: Getty Images
Bayern 4 - 2 Werder
0-1 Jerome Gondorf ('25 )
1-1 Thomas Muller ('41 )
2-1 Robert Lewandowski ('63 )
2-2 Niklas Sule ('74 , sjálfsmark)
3-2 Robert Lewandowski ('77 )
4-2 Thomas Muller ('84 )

Þýska stórveldið Bayern München náði að knýja fram sigur gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þess vegna 16 stiga forskot á toppi Bundesligunnar.

Bayern lenti reyndar undir í þessum leik þegar Jerome Gondorf skoraði fyrir Werder eftir 25 mínútur. Thomas Muller jafnaði þó fyrir Bayern rétt fyrir hlé og um miðbik seinni hálfleiks kom Robert Lewandowski Bayern yfir.

Werder tókst að jafna aftur þegar Niklas Sule gerði sjálfsmark, en Lewandowski og Muller sáu til þess að Bayern tók stigin þrjú, lokatölur í München í dag, 4-2.

Aron Jóhannsson var allan tímann á bekknum hjá Werder sem er í 16. sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner