Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 21. febrúar 2013 22:31
Sebastían Sævarsson Meyer
Rodgers: Töpuðum bardaganum en unnum stríðið
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, getur verið ánægður með frammistöðu leikmanna sinna eftir 3-1 sigur á Zenit Petersburg á Anfield í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Sigurinn dugði liðunu þó ekki til að komast áfram í næstu umferð því Zenit vann fyrri leikinn 2-0 í Rússlandi og tryggði sér áframhaldandi þátttöku í keppninni á útivallarmarkinu.

Liverpool lenti undir í leiknum og þurfti þá fjögur mörk til að komast áfram. Það virtist nánast ómögulegt í fyrstu en með hetjulegri baráttu var liðið býsna nálægt því að gera það mögulegt.

,,Við vorum magnaðir. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir úr fyrri leiknum og fá síðan strax aftur mark á sig, þá var vissulega hægt að halda að einvíginu væri lokið," sagði Rodgers eftir leikinn.

,,Við sýndum hvað við getum. Við hefðum átt að fá vítaspyrnu í leiknum og erum því nokkuð svekktir."

,,Við töpuðum bardaganum en við unnum stríðið þegar kom að því að sækja."

Athugasemdir
banner
banner