þri 21. febrúar 2017 23:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
29 mörk skoruð í 16-liða úrslitunum til þessa
Falcao fagnar marki í kvöld.
Falcao fagnar marki í kvöld.
Mynd: Getty Images
Það er óhætt að segja að það hafi rignt mörkum í fyrstu sex leikjunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Í leikjunum hafa 29 mörk litið dagsins ljós.

Það gerir rétt tæplega fimm mörk að meðaltali í leik sem verður að teljast ákaflega gott og ljóst að þeir sem fylgjast með leikjunum fá mikla skemmtun.

Flest mörk komu leik leik Man. City og Monaco í kvöld en átta mörk voru þar skoruð í 5-3 sigri enska liðsins.

Fæst mörk komu hinsvegar í 1-0 sigri Benfica gegn Dortmund.

Fyrri leikjunum í 16-liða úrslitum lýkur á morgun þegar Leicester City heimsækir Sevilla og Porto fær Juventus í heimsókn.

Sjá einnig:
Sjáðu markaregnið úr leikjum kvöldsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner