Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. febrúar 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Alfreð vonast eftir að geta spilað á ný eftir þrjár vikur
Vonandi með gegn Kosóvó!
Vonandi með gegn Kosóvó!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enn er óvissa með hvort Alfreð Finnbogason geti spilað næsta leik Íslands í undankeppni HM en leikið verður gegn Kosóvó ytra þann 24. mars. Í viðtali við 433.is segist Alfreð vonast til þess að geta spilað á ný með liði sínu, Augsburg í Þýskalandi, eftir um þrjár vikur.

„Það fer allt eftir því hvernig líkaminn tekur við auknu álagi. Maður er bara að byggja upp líkamann hægt og bítandi, mér verður að líða vel þegar ég byrja aftur að spila. Ég er ekkert að horfa á þessa landsleiki frekar en eitthað annað, ég vil bara komast út á völlinn heill heilsu. Það er það eina sem skiptir máli núna," segir Alfreð sem segir að það séu ein til tvær vikur í að hann geti æft af krafti.

Þessi öflugi sóknarmaður hefur ekki spilað síðan í september vegna nárameiðsla og fór hann í meðhöndlun til Katar í upphafi árs.

„Þetta er að mjakast hægt og bítandi. Ég æfði með liðinu í gær og það gekk fínt en ég talsvert aumur í dag, ég æfði því örlítið minna í dag en í gær," segir Alfreð.

Augsburg er í þrettánda sæti þýsku deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Liðinu veitir ekki af því að endurheimta Alfreð sem fyrst því það hefur aðeins skorað 19 mörk í 21 leik.
Athugasemdir
banner