Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. febrúar 2017 17:10
Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi: Hefur verið erfitt að aðlagast
Arnór hefur ekki náð að standa undir væntingum.
Arnór hefur ekki náð að standa undir væntingum.
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason sagði í viðtali við austurríska fjölmiðla að byrjun hans hjá Rapid Vín hafi verið erfiðari en hann hafi reiknað með. Arnór varð dýrasti leikmaður í sögu félagsins þegar hann var keyptur frá Norrköping í Svíþjóð

„Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt. Þetta var allt nýtt fyrir mér og maður þarf að endurstilla sig varðandi hugarfarið. Hugarfarið verður að virka hundrað prósent ef þú ætlar að standa þig," sagði Arnór.

Arnór segir að ýmsir hlutir sem hann vilji ekki fara út í hafi spilað inn í. Hann segist ekki hafa vanmetið austurríska boltann en aðlögunin hafi verið erfið.

„Ég kom frá bæ með 15 þúsund íbúum. Svo flutti ég til Norrköping þar sem 120 þúsund búa. Nú bý ég í tveggja milljóna borg. Það er mikill munur en maður þarf að venjast. Þetta er alltaf að verða betra og betra. Vín er falleg borg."

Arnór, sem er 23 ára, segist vita það vel að hann hafi ekki staðið undir væntingum hingað til.

„Klárlega ekki. Ég get skilið það að þegar félagið gerir svona kaup þá séu miklar væntingar hjá stuðningsmönnum. En sjálfstraustið hjá mér er að aukast og ég vonast til að geta sýnt að ég hef vaxið sem leikmaður."

Arnór rifbeinsbrotnaði í desember og það gerði ekki stöðuna betri. Hann segist ekki sjá eftir því að hafa gengið í raðir Rapid.

„Af hverju ætti ég að sjá eftir einhverju? Ég horfi bara fram á veginn," sagði Arnór Ingvi en hann byrjaði síðasta leik Rapid þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Admira Moedling.

Rapid hefur ekki staðið undir væntingum á þessu tímabili, liðið er í fimmta sætinu og er sautján stigum á eftir Salzburg sem situr í toppsætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner