Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Nær Man City að vinna?
Hvað gerir Manchester City í kvöld?
Hvað gerir Manchester City í kvöld?
Mynd: Getty Images
Diego Simeone fer með lærisveina í Atletico til Þýskalands.
Diego Simeone fer með lærisveina í Atletico til Þýskalands.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslitin í Meistaradeildinni halda áfram í kvöld þegar tveir hörkuleiki eru á dagskrá.

Tryggvi Guðmundsson markahrókur og Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals halda áfram að spá í spilin.

Fótbolti.net mun einnig koma með sína spá og verður keppni þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.



Tryggvi Guðmundsson

Manchester City 2 - 1 Monaco
Monaco hefur verið að gera fína hluti í Frakklandi á meðan City hefur kannski ekki staðið undir væntingum. Maður er alltaf svo skotinn í þessum ensku liðum að ég ætla að henda í heimasigur. City hefur átt erfitt með að halda hreinu svo þetta fer 2-1.

Bayer Leverkusen 1 - 1 Atletico Madrid
Mig langar að segja að Atletico fái ekki á sig mark en ég held að Bayer Leverkusen poti inn einu. Þetta verður ekki opin leikur en Atletico nær í góð útivallar úrslit. Atletico mun spila taktískan leik eins og vanalega.

Sigurbjörn Hreiðarsson

Manchester City 3 - 1 Monaco
Þetta fer 3-1 fyrir City. Manchester City verða öflugir í þessari keppni og ná langt.

Bayer Leverkusen 1 - 1 Atletico Madrid
Þjóðverjarnir nánast detta út í kvöld. Atletico magnað Evrópulið sem kann þetta og verða sáttir með kvöldið.

Fótbolti.net (Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson)

Man City 1 - 3 Monaco
Við fáum að sjá mjög svo óvænt úrslit á Etihad-leikvanginum í kvöld, en þeir frönsku munu koma til með að sigra. Þeir eru á miklu skriði heima fyrir, á toppnum, og þeir munu koma til með að vinna leikinn. Falcao er í stuði og hann mun koma sér á blað í kvöld.

Bayer Leverkusen 0 - 1 Atletico Madrid
Atletico er með sterkara lið og mun vinna sterkan útisigur í kvöld. Þeir ná að halda hreinu, en það er gríðarlega mikilvægt fyrir leikinn heima í Madríd.



Staðan í Meistaraspánni:
Tryggvi 4
Sigurbjörn 3
Fótbolti.net 1
Athugasemdir
banner
banner