Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. febrúar 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Fær markvörðurinn refsingu fyrir að borða böku á bekknum?
Shaw fær sér böku á bekknum.
Shaw fær sér böku á bekknum.
Mynd: BBC
Wayne Shaw, varamarkvörður Sutton United, vakti mikla athygli í kringum leik liðsins gegn Arsenal í enska bikarnum í gærkvöldi.

Hinn 45 ára gamli Shaw vegur 127 kíló en hann er varmarkvörður, markmannsþjálfari og vallarstarfsmaður hjá Sutton.

Í síðari hálfleik í leiknum í gær sást Shaw borða böku (e: pie) á bekknum. Hann gæti hins vegar fengið refsingu frá enska knattspyrnusambandinu fyrir vikið!

Einn veðbanki var með stuðulinn 8 á að Shaw myndi fá sér böku á bekknum. Shaw vissi af þessu og því gæti hann fengið ákæru fyrir að hagræða veðmáli.

„Nokkrir strákar sögðu við mig fyrir leik 'Hvað er málið með að það sé stuðullinn 8 á að þú fáir þér böku?' Ég svaraði: 'Ég veit það ekki. Ég hef ekki borðað neitt í allan dag svo ég gæti fengið mér böku á eftir," sagði Shaw.

Shaw fékk sér bökuna í stöðunni 2-0 fyrir Arsenal en þá var Sutton búið að nota allar skiptingarnar og ljóst var að hann kæmi ekki inn á.

Smelltu hér til að lesa meira um sögu Wayne Shaw






Athugasemdir
banner
banner