Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 21. febrúar 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Giggs: Bale er ekki að fara frá Real Madrid
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs segist ekki sjá landa sinn Gareth Bale yfirgefa herbúðir Real Madrid á næstunni. Giggs og Bale eru báðir frá Wales en sá síðarnefndi skrifað undir nýjan samning við Real í október í fyrra.

Real Madrid keypti Bale frá Tottenham árið 2013 á 85 milljónir punda. Hinn 27 ára gamli Bale hefur oft verið orðaður við Manchester United undanfarin ár en Giggs telur að hann fari ekki neitt.

„Hann virkar ánægður hjá Real Madrid og ég held að hann fari ekkert í augnablikinu," sagði Giggs.

„Frá sjónarhorni stuðningsmanns þá væri gaman að sjá hann aftur í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn United myndu vilja sjá hann aftur á Old Trafford."

„Ef við erum að tala um stór félög þá er United þar á meðal. Á meðan hann er ánægður þar (í Madrid) þá sé ég hann hins vegar ekki fara."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner