Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 21. febrúar 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Grindavík fær sænskan markvörð (Staðfest)
Emma Higgins (til vinstri) varði mark Grindavíkur í fyrra.  Nú fær hún samkeppni um stöðuna.
Emma Higgins (til vinstri) varði mark Grindavíkur í fyrra. Nú fær hún samkeppni um stöðuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski markvörðurinn Malin Reuterwall hefur gengið til liðs við Grindavík fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar.

Hin 26 ára gamla Malin hefur verið á mála hjá Umeå í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Árið 2014 spilaði hún einn landsleik með liði Svía.

Emma Higgins, frá Norður-Írlandi, varði mark Grindavíkur í fyrra en hún verður einnig með liðinu í sumar. Hún og Malin munu berjast um markvarðarstöðuna í sumar.

Grindvíkingar hafa styrkt sig vel að undanförnu en liðið komst upp úr 1. deildinni í fyrrahaust. Á dögunum kom portúgalska landsliðskonan Carolina Ana Trindade Coruche Mendes til félagsins en hún er miðjumaður og framherji.

Þá bættust brasilísku leikmennirnir Thaisa de Moraes Rosa Moreno og Rilany Aguiar da Silva við hópinn í síðustu viku en þær spiluðu meðal annars úrslitaleik Meistaradeildarinnar með Tyresjö FF í Svíþjóð árið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner