Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. febrúar 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Manchester United gæti átt 25 leiki eftir á tímabilinu
Manchester United gæti átt 25 leiki eftir á tímabilinu.
Manchester United gæti átt 25 leiki eftir á tímabilinu.
Mynd: GettyImages
Manchester United gæti átt eftir að spila 25 leiki á tímabilinu ef liðið fer alla leið í Evrópudeildinni og enska bikarnum.

United mætir Southampton í úrslitum enska deildabikarsins um helgina og framundan er leikur gegn Chelsea í 8-liða úrslitum bikarsins.

United er svo gott sem komið áfram í 16-liða úrslit í Evrópudeildinni og að auki eru 13 leikir eftir í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham, Manchester City og Arsenal gætu einnig átt fjölda leikja eftir en þau eru ennþá í Evrópukeppni og í enska bikarnum. Chelsea og Liverpool eiga hins vegar talsvert færri leiki eftir á tímabilinu. Chelsea er í bikarnum og úrvalsdeildinni en Liverpool á einungis deildarleiki eftir.

Hæsti mögulegi fjöldi leikja
Man Utd 25
Tottenham 24
Man City 23
Arsenal 22
Chelsea 16
Liverpool 13
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner