þri 21. febrúar 2017 18:37
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Caballero og Aguero byrja
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Hress stuðningsmaður fyrir utan leikvanginn.
Hress stuðningsmaður fyrir utan leikvanginn.
Mynd: Getty Images
Frá æfingu Monaco í gær.
Frá æfingu Monaco í gær.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir flottir leikir í Meistaradeildinni í kvöld, fyrri leikir í 16-liða úrslitum keppninnar. Báðir leikir hefjast 19:45 og eru á sportrásum Stöðvar 2.

Manchester City mætir Monaco en franska liðið er eitt allra öflugasta sóknarlið Evrópu og fær mikið lof frá Pep Guardiola.

City verður án fyrirliðans Vincent Kompany sem er enn á meiðslalistanum eftir að hafa meiðst á hné í nóvember. Yaya Toure er á miðjunni og Sergio Aguero leiðir sóknarlínu City.

Willy Caballero er í markinu og Claudio Bravo á bekknum.

Byrjunarlið Manchester City: Caballero (m); Sagna, Stones, Otamendi, Fernandinho, Yaya Toue, Sane, Silva, De Bruyne, Sterling, Aguero.
(Bekkurinn: Bravo (m), Zabaleta, Fernando, Nolito, Navas, Delph, Nacho)

Byrjunarlið Monaco: Subasic, Sidibe, Glik, Raggi, Mendy, Fabinho, Bakayoko, Lemar, Bernardo Silva, Mbappe, Falcao.



Leikur Bayer Leverkusen og Atletico Madrid í Þýskalandi er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Atletico tapaði úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar 2014 og 2015. Þessi lið mættust í 16-liða úrslitum 2015 og þar réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjarnir fögnuðu sigri.

Markvörðurinn öflugi Jan Oblak hjá Atletico Madrid er orðinn leikfær á ný eftir meiðsli en er geymdur á bekknum. Miguel Angel Moya heldur stöðu sinni.

Byrjunarlið Bayer Leverkusen: Leno; Henrichs, Dragovic, Toprak, Wendell; Aránguiz, Kampl, Bellarabi, Havertz, Brandt, Hernandez.

Byrjunarlið Atletico Madrid: Moya; Vrsaljko, Savic, Gimenez, Filipe; Gabi, Saúl, Koke, Carrasco; Griezmann Gameiro.



Sjá einnig:
Meistaraspáin - Hvað segja Bjössi og Tryggvi?


Athugasemdir
banner
banner
banner