þri 21. febrúar 2017 21:37
Þorsteinn Haukur Harðarson
Meistaradeildin: Man City með sigur í mögnuðum leik - Atletico skoraði fjögur
úr leik Man. City og Monaco í kvöld.
úr leik Man. City og Monaco í kvöld.
Mynd: Getty Images
Griezmann tekur einkennisfagn sitt.
Griezmann tekur einkennisfagn sitt.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi fengið mikið fyrir peninginn því 14 mörk voru skoruð í leikjunum tveimur.

Heimamenn í Manchester City komust yfir á 26. mínútu með marki frá Raheem Sterling en Radamel Falcao og Kylian Mbappe náðu snéru taflinu við fyrir Monaco áður en fyrri hálfleik lauk.

Falcao fékk síðan tækifæri til að koma Monaco í 3-1 snemma í seinni hálfleik en Willy Caballero varði slaka spyrnu hans. Átta mínútum síðar náði Sergio Aguero að jafna fyrir Man City en Falcao var einungis þrjár mínútur að koma Monaco yfir á ný með öðru marki sínu og þriðja marki Monaco.

Aguero hafði ekki sagt sitt síðasta því tuttugu mínútum fyrir leikslok jafnaði hann leikinn á ný með glæsilegu marki. Við markið virtist koma mikill kraftur í heimamenn og þeir John Stones og Leroy Sane bættu við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 5-3, Man City í vil.

Það var ekki síður mikið fjör í hinum leik kvöldsins þar sem Bayern Leverkusen tók á móti Atletico Madrid. Saul og Antoine Griezmann komu Ateltico Madrid í 2-0 áður en Karim Bellarabi minnkaði muninn fyrir Leverkusen.

Madrídarliðið komst í 3-1 þegar Kevin Gameiro skoraði úr víti hálftíma fyrir leikslok en skömmu síðar skoraði Stefan Savic, varnarmaður Atletico Madrid, sjálfsmark og hélt vonum þýska liðsins á lífi.

Nokkrum mínútum fyrir leikslok skoraði Fernando Torres svo fjórða mark Ateltico Madrid og tryggði liðinu góðan 4-2 útisigur.

Manchester City 5 - 3 Monaco
1-0 Raheem Sterling ('26 )
1-1 Radamel Falcao ('32 )
1-2 Kylian Mbappe ('40 )
1-2 Radamel Falcao ('50 , Misnotað víti)
2-2 Sergio Aguero ('58 )
2-3 Radamel Falcao ('60 )
3-3 Sergio Aguero ('70 )
4-3 John Stones ('76 )
5-3 Leroy Sane ('83 )

Bayer 2 - 4 Atletico Madrid
0-1 Saul ('17 )
0-2 Antoine Griezmann ('26 )
1-2 Karim Bellarabi ('48 )
1-3 Kevin Gameiro ('59 , víti)
2-3 Stefan Savic ('68 , sjálfsmark)
2-4 Fernando Torres ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner