Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Shaw veit að ég gef ekki neitt ókeypis
Það er stórt spurningamerki við stöðu Shaw hjá Manchester United.
Það er stórt spurningamerki við stöðu Shaw hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Það leynir sér ekki að bakvörðurinn Luke Shaw er ekki í náðinni hjá Jose Mourinho hjá Manchester United. Shaw er aftarlega í goggunarröðinni og var ekki valinn í leikmannahópinn sem mætir Saint-Etienne í Frakklandi á morgun.

Háværar sögusagnir eru um að Shaw þurfi að leita sér að nýjum vinnuveitendum í sumar og Mourinho kastað olíu á eldinn í þeim sögum á fréttamannafundi í dag.

„Hann varð eftir í Manchester því ég er að spila á Daley Blind, Marcos Rojo og Matteo Darmian. Þeir allir eru að spila eins og ég vil að bakverðir spila," segir Mourinho.

„Luke þarf að bíða eftir sínu tækifæri, hann þarf að leggja meira á sig og veit að ég gef ekki neitt ókeypis. Þegar ég gef leikmönnum eitthvað er það dýrt fyrir mig, það er ekki ódýrt."

„Menn þurfa ða leggja hart að sér á hverjum degi, þeir þurfa að spila vel. Hann þarf að bíða, sem stendur eru aðrir á undan honum. Hann er fær um að gera hluti sem ég er ánægður með en það er eitt að geta eitthvað og annað að gera það á vellinum. Hann þarf að leggja sömu vinnu á sig eins og til dæmis Mkhitaryan gerði."

Þvinga ekki goðsögn frá félaginu
Mourinho var líka spurður út í stöðu Wayne Rooney en fyrirliðinn hefur verið orðaður við Kína. Rooney hefur verið meiddur en æfði í morgun. Hann ferðaðist þó ekki til Saint-Etienne og gæti einnig misst af úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag.

„Þið verðið að spyrja hann hvort hann verði hérna áfram á næsta tímabili. Það er í hans höndum," segir Mourinho en Rooney hefur fengið mikla gagnrýni vegna daprar frammistöðu á tímabilinu.

„Ef Rooney vill einn daginn yfirgefa félagið er það ekki út af mér. Ég mun aldrei þvinga goðsögn frá félaginu."

„Hann er meiddur og ég get ekki gert nein kraftaverk í því. Við höfum bætt læknalið félagsins mikið og það eru framfarir í þeirri vinnu að fá leikmenn til baka. En Rooney er meiddur og hefur verið það í tvær eða þrjár vikur," segir Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner