Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. febrúar 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Scholes: Carrick á að fá nýjan samning
Carrick kann þetta.
Carrick kann þetta.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Michael Carrick, sinn gamli samherji, eigi að fá samning til sumarsins 2018.

Núgildandi samningur Carrick rennur út í sumar og hefur þessi 35 ára miðjumaður verið notaður sparlega á tímabilinu.

„Það er klárlega þess virði að halda honum í eitt ár í viðbót. Hann er ekki leikmaður sem sprengir sig í leikjum, hann er yfirvegaður og í góðu formi. Hann er alltaf réttur maður á réttum stað á vellinum," segir Scholes.

„Þegar hann kom inn í liðið í fyrra fóru hlutirnir að virka og það komu margir leikir í röð án taps. Hann hefur mikil áhrif á leikmenn eins og Paul Pogba, hann nær því besta fram í honum og Herrera."

„Það hefur aðeins dregið af honum síðustu vikur en hann gerir enn mikið gagn. Hann hjálpaði mér mikið þegar ég spilaði. Hann er áreiðanlegur og er alltf á réttum stað.

United mætir Saint-Etienne í Evrópudeildinni á Stade Geoffroy-Guichard á morgun en United vann 3-0 í fyrri leiknum. Á sunnudag er svo komið að úrslitaleik gegn Southampton í enska deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner