þri 21. febrúar 2017 07:30
Stefnir Stefánsson
Stjóri Sutton brjálaður: Þvílík fífl
Paul Doswell allt annað en sáttur
Paul Doswell allt annað en sáttur
Mynd: GettyImages
Paul Doswell, stjóri Sutton United, sem féllu úr leik í gærkvöldi gegn Arsenal í enska bikarnum var allt annað en sáttur með nokkra stuðnginsmenn liðsins sem að brutu sér leið inn á völlinn eftir að flautað var til leiksloka í leiknum gegn Arsenal í gær.

Þá var flösku kastað í átt að Arsene Wenger stjóra Arsenal.

„Þetta voru ekki stuðningsmenn Sutton, ef að þú hagar þér svona þá ertu bara áhorfandi ekki stuðningsmaður," sagði Doswell reiður þegar hann var spurður út í atvikið þar sem að flösku var kastað í átt að Arsene Wenger.

„Þetta voru mikil vonbrigði að sjá svona lagað eftir annars flott kvöld, þetta eru ekki stuðningsmenn Sutton, þú veist það, ég veit það. Þvílík fífl" bætti hann við.

„Því miður er þetta heimurinn sem að við lifum við í dag. Ég sá nokkra aðila gera aðsúg að leikmönnum Arsenal og knattspyrnustjóra þeirra. Öskrandi og hagandi sér ósæmilega. Það var eins gott að þeir voru verndaðir af góðum mönnum í lögreglunni," Þá tók hann sér einning tíma í að gagnrýna strípalinginn sem að truflaði leikinn.

„Þið sáuð kjánann sem hljóp inn á völlinn í miðjum leik, þetta var stóra augnablikið í hans lífi. Þetta var fyrir neðan allar hellur. Ég hefði ekki gert þetta þótt mér hefði verið borgað milljón pund fyrir," sagði Doswell að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner