þri 21. febrúar 2017 08:00
Stefnir Stefánsson
Tvísýnt með þátttöku Lovren gegn Leicester
Dejan Lovren er að glíma við hnémeiðsli
Dejan Lovren er að glíma við hnémeiðsli
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, er í kappi við tímann um að ná viðureign Liverpool gegn Leicester City á mánudaginn næstkomandi. En hann er að glíma við meiðsli í hné og var í kjölfarið sendur til Þýskalands þar sem að sérfræðingur í hnémeiðslum kíkti á hann.

Niðurstöðurnar voru ekki eins góðar og vonast hefði verið eftir og er nú tvísýnt um þáttöku hans um næstu helgi. Lovren hefur nú þegar misst af síðustu tveimur leikjum liðsins og þá missti hann einning af æfingaferð félagsins á La Manga á Spáni.

Lucas Leiva hefur séð um að leysa Lovren af og ekki er ólíklegt að hann muni gera það á mánudaginn. En Lovren hefur leikið lykilhlutverk í vörn Liverpool undir stjórn Jurgen Klopp á þessu tímabili. Hann hefur leikið 23 leiki og hefur myndað sterkt miðvarðarpar með Joel Matip í hjarta varnarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner