Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. febrúar 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
U17 kvenna tapaði naumlega gegn Tékkum
Byrjunarlið Íslands.
Byrjunarlið Íslands.
Mynd: KSÍ
U17 ára landslið kvenna tapaði 1-0 fyr­ir Tékk­um í gær í fyrsta leik sín­um á æfingamóti á vegum UEFA en mótið fer fram í Skotlandi

Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu en leikurinn var jafn og spennandi.

Ísland tefldi fram mörg­um nýliðum en aðeins tveir af 18 leik­mönn­um liðsins höfðu spilað lands­leik áður.

Ísland mæt­ir Skotlandi á morgun og síðasti leik­ur­inn verður gegn Aust­ur­ríki á föstu­dag­inn.

Mark: Birta Guðlaugsdóttir
Vörn: Katla María Þórðardóttir, Ísabella Ösp Herbjörnsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Íris Una Þórðardóttir
Miðja: Karólína Jack, Clara Sigurðardóttir, Sandra María Sævarsdóttir, Ísabella Húbertsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Sókn: Anna María Björnsdóttir

Þjálfari U17 kvenna er Jörundur Áki Sveinsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner