banner
   þri 21. febrúar 2017 13:10
Magnús Már Einarsson
Vilja fá markvörðinn í vinnu við að smakka bökur
Wayne Shaw ryksugar fyrir leikinn í gær.
Wayne Shaw ryksugar fyrir leikinn í gær.
Mynd: Getty Images
Matvörukeðjan Morrison hefur boðið Wayne Shaw, varamarkverði Sutton United, vinnu við að smakka bökurnar sem eru til sölu í verslunum sínum. Í laun myndi hann fá ársbirgðir af bökum.

Shaw vakti gríðarlega athygli þegar hann tróð í sig böku á varamannabekknum gegn Arsenal í enska bikarnum í gærkvöldi.

„Við erum alltaf að leita bestu leiðinni til að smakka bökurnar okkar og passa upp á að þeir hitti í mark. Frammistaða Wayne í gærkvöldi gerir hann að einum af frægustu böku sérfræðingum þjóðarinnar," sgaði Tessa Callaghan sem er yfirmaður í böku deildinni hjá Morrison.

Enska knattspyrnusambandið er nú að rannsaka hvort Shaw hafi brotið veðmálareglur með því að fá sér böku á hliðarlínunni en veðbanki var með stuðulinn 8 á að hann myndi sjást borða böku á meðan á leiknum stóð.

Shaw er allt í öllu hjá Sutton United en hann er varmarkvörður, markmannsþjálfari og vallarstarfsmaður.

Smelltu hér til að lesa meira um sögu Wayne Shaw






Athugasemdir
banner
banner
banner