Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. febrúar 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
Arnautovic: Sárt þegar stuðningsmenn eru ósáttir með mann
Marko Arnautovic.
Marko Arnautovic.
Mynd: Getty Images
Marko Arnautovic, leikmaður West Ham, segir að það hafi verið sárt að fá neikvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum eigins liðs fyrri helming tímabilsins.

West Ham borgaði 25 milljónir punda fyrir Austurríkismanninn en hann var lengi í gang hjá félaginu. Undir stjórn David Moyes hefur hann blómstrað og skorað sjö mörk síðan í desember.

Hann er skyndilega í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum en ekki eru margir mánuðir síðan andrúmsloftið í hans garð var annað. Talað var um að leikmaðurinn væri peningasóun.

„Auðvitað fór umræðan ekki framhjá mér og það særði þegar það var baulað á mig á vellinum því búist var við meiru frá mér en ég hafði sýnt. En ég spila fyrir liðið og fyrir stuðningsmennina, þeir hafa borgað mikinn pening til að sjá okkur spila og auðvitað vilja þeir sjá okkur gera vel," segir Arnautovic.

„Þegar ég kom til Stoke frá Werder Bremen 2013 tók það mig sex mánuði að finna mig. Það sama gerðist hér. Auðvitað vil ég hafa áhrif strax en ég varð blóraböggull því ég kom fyrir mikinn pening og náði ekki að spila eins vel og ég vildi og stuðningsmenn gerðu kröfu um."

„Ég er ánægður með að hlutirnir séu farnir að ganga vel og ég geti hjálpað liðinu. Ég hef alltaf átt í góðu sambandi við stuðningsmennina hvar sem ég hef spilað. Án stuðningsmannana ertu ekkert í fótboltanum."

West Ham er í tólfta sæti og á leik gegn Liverpool um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner