Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 21. febrúar 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Hvað gerir Man Utd á Spáni?
Mynd: Fótbolti.net
Manchester United fer til Spánar.
Manchester United fer til Spánar.
Mynd: Getty Images
Roma heimsækir Shakhtar.
Roma heimsækir Shakhtar.
Mynd: Getty Images
Fyrri umferðinni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld þegar Sevilla fær Manchester United í heimsókn og Roma mætir Shakhtar Donetsk.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinn.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn. Fótbolti.net leiðir eftir fyrstu leikina.


Sigurbjörn Hreiðarsson

Sevilla 2 -1 Manchester United
Mjög áhugavert einvígi. Man Utd á eftir að liggja tilbaka og keyra upp en stemningin á eftir að skila Sevilla sigri í þessu leik.

Shakhtar Donetsk 1 - 1 Roma
Ítalirnir fara mjög sáttir heim með þessi úrslit.

Tryggvi Guðmundsson

Sevilla 1 - 1 Manchester United
Jafn leikur sem endar auðvitað með jafntefli. United nær sé í dýrmæta markið góða.

Shakhtar Donetsk 1 - 2 Roma
Ætla að grýta í góðan útisigur Roma hér. Veit ekkert af hverju, bara tilfinning.

Fótbolti.net - Ingólfur Stefánsson

Sevilla 0 - 2 Manchester United
United eru of sterkir fyrir Sevilla. Klára þetta örugglega og koma sér í góða stöðu fyrir seinni leikinn.

Shakhtar Donetsk 2 - 1 Roma
Spennandi viðureign tveggja liða sem heilluðu í riðlakeppninni. Spái því að Shaktar taki þetta á heimavelli en Roma nái mikilvægu útivallarmarki.


Staðan í Meistaraspánni:
Fótbolti.net 5
Sigurbjörn 3
Tryggvi 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner