Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. febrúar 2018 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Pogba á bekknum
Mourinho setur Pogba á bekkinn.
Mourinho setur Pogba á bekkinn.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba byrjar á varamannabekknum hjá Manchester United gegn Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld. Liðin eru að fara að mætast í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en á sama tíma eigast Shakhtar Donetsk og Roma við.

Pogba hefur verið mikið í fréttum síðustu daga en samband hans við Jose Mourinho, stjóra United, er ekki sagt gott.

Í stað Pogba byrja Ander Herrera og Scott McTominay á miðjunni hjá Man Utd í Andalúsíu.

Hjá Sevilla byrjar Sandro Ramirez, sem er í láni frá Everton, á varamannabekknum.

Sjá einnig:
Fimm leikmenn Sevilla sem geta skapað vandræði fyrir Man Utd

Byrjunarlið Sevilla: Sergio Rico, Mercado, Llenglet, N'Zonzi, Banega, Correa, Navas, Sarabia, Escudero, Muriel, Vazquez.
(Varamenn: Soria, Carrico, Ben Yedder, Pizzaro, Nolito, Roque, Sandro Ramirez)

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Valencia, Lindelof, Smalling, Young, Matic, Herrera, McTominay, Mata, Lukaku, Sanchez.
(Varamenn: Romero, Bailly, Darmian, Pogba, Lingard, Martial, Rashford)

Hér að neðan eru byrjunarlið Shakhtar og Roma en leikirnir hefjast báðir á slaginu 19:45.






Athugasemdir
banner
banner