Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. febrúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
De Vrij og Jorginho orðaðir við Man Utd
Powerade
Stefan de Vrij er orðaður við Manchester United.
Stefan de Vrij er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Liverpool og Tottenham vilja fá Abdoulaye Doucoure.
Liverpool og Tottenham vilja fá Abdoulaye Doucoure.
Mynd: Getty Images
Marco Silva gæti tekið við WBA.
Marco Silva gæti tekið við WBA.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru búin að skila slúðurskammti dagsins. Kíkjum á hann!



Chelsea þarf að berjast við Bayern Munchen um bandaríska kantmanninn Christian Pulisic (19) hjá Dortmund. (Mail)

West Ham er reiðbúið að bjóða David Moyes tveggja ára samning ef hann heldur liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Moyes er nú þegar byrjaður að skoða leikmannamálin fyrir næsta tímabil. (Express)

Hollenski varnarmaðurinn Stefan de Vrij (26) er tilbúinn að fara frá Lazio í ensku úrvalsdeildina í sumar. De Vrij vill ganga í raðir Manchester United en Everton og Arsenal hafa líka áhuga. (Mirror)

Manchester United hefur líka áhuga á Jorginho (26) miðjumanni Lazio. (Sun)

Arsenal sendi njósnara til Þýskalands í gær til að fylgjast með miðjumanninum Oguzhan Ozyakup gegn Bayern Munchen. Oguzhan spilaði hins vegar ekki leikinn. (Mirror)

Barcelona er að hafa betur gegn Manchester United í baráttunni um Arthur (21) miðjumann Gremio. (Mail)

Abdoulaye Doucoure (25) miðjumaður Watford segir að topplið í ensku úrvalsdeildinni hafi áhuga á sér. Sjálfur er Doucoure spenntastur fyrir Arsenal. (Mirror)

Tottenham og Liverpool eru sögð hafa áhuga á Doucoure en samningaviðræður hans við Watford ganga illa. (Express)

Marco Silva, fyrrum stjóri Watford, tekur líklega við WBA ef Alan Pardew verður rekinn. (Birmingham Mail)

Crystal Palace er að ganga frá samningi við brasilíska markvörðinn Diego Cavalieri (35) en hann var á sínum tíma á mála hjá Liverpool. (ESPN)

Liverpool ætlar að reyna að fá miðjumanninn Mohamed Bahlouli frá Lyon í sumar. (France Football)

Vonir Liverpool um að fá markvörðinn Alisson (25) frá Roma hafa aukist þar sem ítalska félagið er nú þegar byrjað að leita að eftirmanni hans. (Sun)

Rio Ferdinand telur að Antonio Conte þurfi ekki að hafa áhyggjur af starfi sínu hjá Chelsea. (Star)

Eddie Newton, njósnari Chelsea, segist hafa skoðað tyrkneska framherjann Cenk Tosun (26) á sínum tíma og hann reiknar með að hann eigi eftir að gera góða hluti með Everton. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner