Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. febrúar 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gueye hjá Everton til 2022 - Leikur áfram með Gylfa
Gueye (fyrir miðju) fagnar hér marki ásamt Oumar Niasse og Gylfa Þór Sigurðssyni.
Gueye (fyrir miðju) fagnar hér marki ásamt Oumar Niasse og Gylfa Þór Sigurðssyni.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Idrissa Gana Gueye hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Everton til ársins 2022.

Hinn 28 ára gamli Gueye, sem er frá Senegal, kom til Everton frá Aston Villa í ágústmánuði 2016 og hefur síðan þá komið við sögu í 64 leikjum og skorað þrjú mörk í öllum keppnum.

„Everton er rétti staðurinn fyrir mig og þess vegna hef ég skrifað undir nýjan samning," sagði hann við heimasíðu félagsins. „Ég elska stuðningsmennina, þeir hafa verið frábærir. Þeir gerðu mér auðvelt fyrir að skrifa undir samninginn."

Hjá Everton er Gueye liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar og munu þeir félagar spila áfram saman.

Everton er sem stendur í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner