Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 21. febrúar 2018 17:00
Elvar Geir Magnússon
Man City fær fund með dómaranefndinni
Leroy Sane verður fyrir tæklingu.
Leroy Sane verður fyrir tæklingu.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur fengið fund með dómaranefnd ensku úrvalsdeildarinnar til að ræða áhyggjur Pep Guardiola vegna hættulegra tæklinga sem leikmenn hans verða fyrir.

Félagið bað um fund og verður hann haldinn í næsta mánuði. City er með hugmyndir um að sérstök nefnd muni skoða hættulegar tæklingar sem dómarar taka ekki á og geti dæmt í leikbönn eftirá.

City telur að leikmenn sínir hafi lent í níu hættulegum tæklingum sem hafi verðskuldað harðari refsinga frá dómurum.

Meðal tæklinga sem fara í taugarnar á forráðamönnum City er tækling Jason Puncheon á Kevin De Bruyne í markalausu jafntefli gegn Crystal Palace og tækling Joe Bennett á Leroy Sane í bikarleik gegn Cardiff.

Puncheon og Bennett fengu gul spjöld en City telur að rauði liturinn hefði átt að fara á loft í báðum tilfellum.

Mike Riley, fyrrum dómari, er formaður dómaranefndarinnar en talið er að hann muni ekki skoða það að setja á laggirnar reglu sem gefi tækifæri á að breyta gulum spjöldum í rauð eftir leiki.
Athugasemdir
banner
banner