Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2018 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: De Gea hetja Man Utd í Sevilla
Mynd: Getty Images
Manchester United náði að gera jafntefli við Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og fór hann fram á heimavelli Sevilla á Spáni.

Sevilla stjórnaði leiknum og fékk nokkur góð færi til að skora. United var ekki mikið að sækja í þessum leik.

Hættulegasta færi leiksins kom undir lok fyrri hálfleiksins en þá varði David de Gea skalla frá leikmanni Sevilla. Þetta var algjört dauðafæri en De Gea gerði það sem hann er bestur í og varði.

Markvarslan fékk mikið umtal á Twitter og eru fleiri og fleiri eru að bætast í hóp þeirra sem eru á þeirri skoðun að De Gea sé besti markvörður heims þessa stundina.

Sjá einnig:
De Gea hlaðinn lofi fyrir magnaða vörslu

Þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir frá Sevilla í seinni hálfleiknum náði United að halda út. Romelu Lukaku, sóknarmaður Man Utd, náði reyndar að skora undir lokin en hendi var dæmd á hann.

Lokatölur 0-0 sem eru fín úrslit fyrir Man Utd fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Þetta eru þó ekki slæm úrslit fyrir Sevilla heldur.

Í hinum leiknum í kvöld kom Shakhtar Donetsk til baka á heimavelli gegn Roma og vann 2-1 sigur.

Sevilla 0 - 0 Manchester Utd

Shakhtar D 2 - 1 Roma
0-1 Cengiz Under ('41 )
1-1 Facundo Ferreyra ('52 )
2-1 Fred ('71 )
Athugasemdir
banner
banner
banner