Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 21. febrúar 2018 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Þrjár spurningar, þrjár um Pogba
,,Ertu ekki með einhverjar aðrar spurningar?
Pogba í leiknum í kvöld.
Pogba í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vakti athygli með því að hafa Paul Pogba á bekknum gegn Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld. Mourinho kaus að notast frekar við Scott McTominay.

Þegar Mourinho var tekinn tali fyrir leik vildi fréttamaðurinn sem tók viðtalið fá svör við því hvers vegna Pogba væri á bekknum.

„Þú ferð alltaf að þeim sem byrjar ekki," sagði Mourinho þá. „McTominay leggur mikið á sig á hverjum degi og líður vel. Hann spilaði 90 mínútur í síðasta leik á meðan Paul gat ekki spilað. Í svona leik þarf maður að vera 100%."

„Við erum að spila með þriggja manna miðju og Paul getur leyst það fullkomlega en hann skapaði efasemdir með því að spila ekki á laugardaginn, hann valdi það sjálfur. Honum leið ekki vel og það skapaði efasemdir hjá okkur."

Fréttamaðurinn ætlaði þá að spyrja meira um Pogba en þá sagði Mourinho: „Þrjár spurningar, þrjár um Pogba, ertu ekki með einhverjar aðrar spurningar?"

Þess má geta að Pogba kom inn á eftir 17 mínútur eftir að Ander Herrera meiddist í leiknum í kvöld. Staðan er enn 0-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner