Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. febrúar 2018 11:30
Magnús Már Einarsson
Ranieri myndi hoppa frá Nantes fyrir ítalska landsliðið
Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, þjálfari Kolbeins Sigþórssonar hjá Nantes í Frakklandi, segist vera meira en klár í að taka við ítalska landsliðinu.

Gian Piero Ventura var rekinn sem landsliðsþjálfari eftir að Ítalíu mistókst að tryggja sér sæti á HM. Ranieri hefur verið orðaður við starfið sem og menn eins og Antonio Conte, Carlo Ancelotti and Roberto Mancini.

„Allir ítalskar þjálfarar elska að fá að þjálfa landsliðið," sagði Ranieri.

„Ég er með samning hjá Nantes í tvö ár í viðbót og hef ekki fengið nein skilaboð svo ég get ekki sagt neitt."

„Ef það væri haft samband við mig um landsliðsþjálfarastarfið hjá Ítalíu þá myndi ég fara strax til forseta Nantes og biðja um að fá að fara."

Athugasemdir
banner
banner
banner