mið 21. febrúar 2018 13:05
Magnús Már Einarsson
Snæfell verður með átta erlenda leikmenn í 4. deildinni
Leikmenn sem hafa spilað í úrvalsdeild og með yngri landsliðum
Páll Margeir Sveinsson formaður knattspyrnudeildar Snæfells.
Páll Margeir Sveinsson formaður knattspyrnudeildar Snæfells.
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson
Snæfell spilar í A-riðli í 4. deildinni í sumar með Berserkjum, Hamri, KB, KFR, Stokkseyri, Stál-úlfi og Ými.
Snæfell spilar í A-riðli í 4. deildinni í sumar með Berserkjum, Hamri, KB, KFR, Stokkseyri, Stál-úlfi og Ými.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úr leik hjá Snæfelli í sumar.
Úr leik hjá Snæfelli í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Snæfell frá Stykkishólmi hefur undanfarin ár unnið fáa leiki í 4. deild karla og iðulega endað í einu af neðstu sætunum í riðli sínum. Í fyrra tapaði sameiginlegt lið Snæfells/UDN til að mynda öllum 14 leikjum sínum og fékk 135 mörk á sig.

Nú á hins vegar heldur betur að spyrna við fótum því Snæfell ætlar að vera með átta erlenda leikmenn í sínum röðum í 4. deildinni í sumar og markið er sett hærra en undanfarin ár.

Í gær greindum við frá því að Snæfell hefði fengið leikheimild fyrir Almantas Vansevicius, Marius Ganusauskas og Paulius Osauskas sem og Julio Cesar Fernandez De la Rosa frá Antígva og Barbúda. Almantas Vansevicius var á sínum tíma í hóp hjá U19 ára landsliði Litháa.

Í dag fékk markvörðurinn Marius Salkauskas leikheimild en hann á að baki leiki í úrvalsdeild í Litháen sem og leiki með U21 árs landsliði þjóðarinnar. Framherjinn Marius Ganusauskas á einnig U21 árs landsleiki að baki með Litháen.

Mykolas Krasnovskis, miðjumaður frá Lithaén, fékk einnig leikheimild í dag en hann á að líka að baki leiki í úrvalsdeild. Leikmaður frá Serbíu og leikmaður frá Kamerún bíða síðan eftir að fá leikheimild. Samtals verða því erlendu leikmennirnir átta í sumar.

Formaðurinn keypti eina af íbúðunum
Leikmennirnir eru sumir komnir til landsins og aðrir eru á leiðinni á næstunni. Flestir þeirra verða því með Snæfelli í Lengjubikarnum í vor. Páll Margeir Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar Snæfells, segir að félagið leggi til íbúðir og vinnu fyrir leikmenn sem og fleira.

„Ég fór í samstarf við tvö fyrirtæki, Þórsnes og Ágústsson, og svo erum við með gott bakland hvað varðar fjáraflanir í bænum. Við erum með nokkrar íbúðir til umráða fyrir leikmennina og splæsti meira segja sjálfur í eina íbúð fyrir leikmenn," sagði Páll við Fótbolta.net í dag.

Páll fann sjálfur fyrsta erlenda leikmanninn og í kjölfarið fór boltinn að rúlla.

„Ég gerði þetta þannig að ég náði í þann sem var bestur af þeim og lét hann tala við þá sem hann taldi að væru mjög góðir í fótbolta. Þetta var man to man marketing en ekki í gegnum umboðsmann," sagði Páll.

Taka eitt skref í einu
Á dögunum var Senad Kulas fyrrum leikmaður Víkings Ólafsvíkur ráðinn þjálfari Snæfells og hann hóf störf í janúar.

„Við erum búnir að vera með stífar æfingar síðan 20. janúar. Þetta er topp þjálfari. Hann er með UEFA A menntun. Hann spilaði með Víkingi Ólafsvík árið 2008," sagði Páll.

Eftir hrakfarir undanfarin ár vill Páll fara varlega í allar yfirlýsingar fyrir sumarið þrátt fyrir allan þennan liðsstyrk. „Við ætlum að reyna að taka eitt skref í einu og halda okkur á jörðinni og sjá hvernig þetta vinnst," sagði Páll að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner