Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. febrúar 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veðrið hindrar ekki fótboltamenn - „Það sigrar okkur aldrei"
Mynd: Getty Images
Það verður nú seint sagt að veðrið stoppi íslenska fótboltamenn í að gera það sem þeir elska mest, spila fótbolta.

Davíð Snorri Jónasson, sem starfar hjá KSÍ við þjálfun U17 ára landsliðs karla, birti í gær mynd frá fótboltaæfingu á Ásvöllum í Hafnarfirði. Á myndinni sést að aðstæður til fótboltaiðkunar eru ekki þær bestu, svo sannarlega ekki.

Við myndina skrifar Davíð Snorri: „Það sigrar okkur aldrei," og á þar við að veðrið muni aldrei sigra.

Knattsyrnusambandið tekur undir þessi orð hans og skrifar á Twitter: „Við getum ekki stjórnað veðrinu en það mun ekki hindra okkur í að spila fótbolta. Hvenær sem er. Hvar sem er."

Á þessum vetrarmánuðum eru líklega margir fótboltamenn sem tengja við þessi orð, bæði frá Davíð Snorra og frá KSÍ. Atli Sigurjónsson, leikmaður KR, tengir svo sannarlega.





Athugasemdir
banner
banner